Skólamót í frjálsum og sundi

september 13, 2005
Í dag hittust um 600 nemendur af miðvesturlandi á íþróttamiðstöðvarsvæðinu í Borgarnesi og kepptu í frjálsum og sundi.
Þrátt fyrir smá kulda var kátt yfir mannskapnum og gleði skein úr hverju andliti enda var þarna aðalmálið að vera með, hreyfa sig og taka þátt í góðum leik.
Árangur mótsins má finna inn á heimasíðu www.grunnborg.is á næstu dögum.
 

Share: