Yfir 60 konur komu á golfvöllinn á Hamri á kynningarkvöld sem Golfklúbbur Borgarness bauð upp á með Ragnhildi Sigurðardóttur golfmeistara í gærkvöldi.
Eftir kennslu var konunum boðið upp á kaffi og meðlæti og starf golfklúbbsins kynnt. 40 konur sem þarna voru skráðu sig á áframhaldandi hópnámskeið sem klúbburinn heldur í júní.
Auk þess skráðu sig nokkrar unglingsstúlkur í klúbbinn og fara á unglinganámskeið sem klúbburinn heldur á sumar.
ij.