Úlfatíminn nefnist fyrirlestur um uppeldismál sem verður í Óðali í kvöld miðvikudagskvöldið 30. mars kl. 20.00
Fyrirlesari verður Gylfi Jón Gylfason yfirsálfræðingur hjá skólaskrifstofu Reykjanesbæjar.
Sérstök áhersla verður lögð á erfiðleikana í uppeldi barna og unglinga með athyglisbrest og ofvirkni í þessum fyrirlestri en Gylfi hefur haldið fjölda erinda og fyrirlestra um uppeldi.
Mætum í Óðal
Fjölskyldusvið Borgarbyggðar
Rauðikross Íslands Borgarfjarðardeild