Endurnýtt umhverfisstefna

janúar 10, 2008
Umhverfisstefna Borgarbyggðar var tekin fyrir á umhverfisnefndarfundi 6. desember 2007. Þar var umhverfisstefna gömlu Borgarbyggðar frá árinu 2000 samþykkt með einni orðalagsbreytingu, enda ekki talin þörf á að gera miklar breytingar á því sem gott er. Byggðarráð samþykkti hana síðan með minniháttar breytingum til viðbótar. Um mjög metnaðarfulla umhverfisstefnu er að ræða. Markmið hennar eru hnitmiðuð og skýr. Hér er hægt að nálgast umhverfisstefnu Borgarbyggðar.
Nánari upplýsingar um umhverfisstefnu Borgarbyggðar veitir Björg Gunnarsdóttir umhverfis- og kynningarfulltrúi.
 
Mynd: Guðrún Jónsdóttir

Share: