17. júní hátíðarhöld tókust vel !

júní 21, 2004
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Á annað þúsund manns mættu í Skallagrímsgarð og tók þátt í hátíðarhöldum í Borgarnesi. Sól og blíða lék við íbúa sveitarfélagsins og fjölmarga gesti sem mættu í garðinn og er óhætt að fullyrða að aldrei hafi svo margir komið saman og fagnað þjóðhátíðardegi eins og í ár.
Almenn ánægja var með dagskrána sem boðið var upp á og má sjá myndir af hátíðinni í anddyri Íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi.
ij.
 
 

Share: