Glæsileg ungmenni á balli !

nóvember 21, 2003
 
Þau voru glæsileg þau 400 ungmenni sem tóku þátt í árlegu Æskulýðs- og forvarnarballi í Hótel Borgarnesi s.l. fimmtudagskvöld.
Skipulag hátíðarinnar var í höndum stjórnar Nemendafélags G.B. og félagsmiðstöðvarinnar Óðals.
Dagskráin hófst með því að fulltrúar þeirra 14 skóla sem þarna voru saman komin tróðu upp með fjölbreytt skemmtiatriði þar sem einar fimm unglingahljómsveitir stigu á stokk.
Það voru svo hljómsveitirnar Papar og Corus sem létu menn svitna í fjörugum dansi til miðnættis.
Allir unglingarnir sem þátt tóku fengu barmmerki með forvarnaráróðri eins og “Einn sopi er of mikið”, “Nei þýðir nei” eða ” Reykingar = minni kyngeta” o.frv..
Hátíðin var styrkt af Áfengis- og vímuvarnarsjóði, Landflutningum og Hótel Borgarnesi. Ekki eitt agamál kom upp á hátíðinni.
Til hamingju unglingar með glæsilegt kvöld – þið eruð frábær.
ij

Share: