Það verður væntalega lífleg helgi í Borgarnesi þegar um 400 unglingar og starfmenn úr félagsmiðstöðum landssins koma á ungmennaráðstefnu hér nú um helgina og fara m.a. í smiðjuvinnu út um allan Borgarfjörð auk þess sem slegið verður á létta strengi á kvöldin.
Það er félagsmiðstöðin Óðal sem tók Landsmótið að sér þetta árið en síðast var hér landsmót Samfés árið 1992 og hefur starfið þróast heldur betur síðan.
Þá voru aðeins nokkar félagsmiðstöðvar á landinu en nú eru þær um 80 talsins. Það eru unglingar í stjórnum félagsmiðstöðva og nemendafélaga sem koma hér saman og fara svo heim með ferskar hugmyndir í félagslífið sitt og auðvitað minningar um dvölina.
Landsmótið verður sett á sundlaugardiskóteki föstudagskvöldið 3. okt kl. 22.00 með tilheyrandi fagnaðarlátum í íþróttamiðstöðinni.
Auk þessa verður unglingadeild Rauða kross Íslands með landsmót sitt á Varmalandi og verða þar um 100 unglingar.
Þetta verður því sannkölluð unglingahelgi í Borgarfirðinum.
ij.