Almennur fundur um markaðs- og kynningarmál sveitarfélaga verður haldinn á Hótel Borgarnesi þriðjudaginn 30. september kl. 20.30.
Frummælendur verða; Þórólfur Árnason borgarstjóri og Ólafur Ingi Ólafsson framkvæmdastjóri Íslensku Auglýsingastofunnar.
Að loknum framsögum mun Gísli Einarsson ritstjóri stýra pallborðsumræðum, en auk frummælenda munu Gísli Gíslason bæjarstjóri á Akranesi, Svanhildur Konráðsdóttir framkvæmdastjóri Höfuðborgarstofu og Helga Halldórsdóttir forseti bæjarstjórnar Borgarbyggðar sitja við pallborðið.
Allir velkomnir