Síðastliðinn fimmtudag var formlega opnuð ný heimasíða á slóðinni borgarfjordur.com en síðunni verður haldið út sameiginlega af sveitarfélögunum Borgarfjarðarsveit og Borgarbyggð.
Um er að ræða ítarlega upplýsinga – og þjónustusíðu sem ætlað er að uppfylla þarfir ferðamanna og annarra sem vilja fræðast um Borgarjförð í heild. Á síðunni er að finna allar helstu upplýsingar um þjónustu og áhugaverða staði, sögu héraðsins og einnig ýmsar lýðfræðilegar upplýsingar. Síðan er hönnuð af fyrirtækinu Design Europe í Borgarnesi.
Um er að ræða ítarlega upplýsinga – og þjónustusíðu sem ætlað er að uppfylla þarfir ferðamanna og annarra sem vilja fræðast um Borgarjförð í heild. Á síðunni er að finna allar helstu upplýsingar um þjónustu og áhugaverða staði, sögu héraðsins og einnig ýmsar lýðfræðilegar upplýsingar. Síðan er hönnuð af fyrirtækinu Design Europe í Borgarnesi.