Samningur milli Bifrastar og Hóla

september 3, 2003
Skúli Skúlason, rektor Háskólans á Hólum og Runólfur Ágústsson, rektor
Viðskiptaháskólans á Bifröst og við undirritun samkomulagsins í
Hóladómkirkju laugardaginn 30. ágúst.
Viðskiptadeild Viðskiptaháskólans á Bifröst annars vegar og Ferðamáladeild og Fiskeldisdeild Hólaskóla, Háskólans á Hólum hins vegar hafa nýverið undirritað samkomulag um gagnkvæmt mat á námi. Nemendur sem útskrifast frá Háskólanum á Hólum fá nám sitt metið sem 30 eininga áfanga til BS-prófs í
viðskiptafræði með áherslu á ferðaþjónustu eða fiskeldi við Viðskiptaháskólann á Bifröst. Þá fá nemendur, sem útskrifast með diploma í
rekstrarfræðum við Viðskiptaháskólann á Bifröst, nám sitt metið sem 60 eininga áfanga til BS- eða BA-prófs í fiskeldi eða ferðamálum við Hólaskóla.
Markmið samkomulagsins er að efla viðskiptamenntun innan ferðaþjónustu og
fiskeldis.
Með þessu móti verði mætt mikilli og vaxandi þörf í landinu fyrir rannsóknir og háskólamenntun á þessu sviði. Aðilar samkomulagsins leggja áherslu á að samstarfið leiði til þekkingar og menntunar í hæsta gæðaflokki sem standist í einu og öllu alþjóðlegan samanburð. Skólarnir hafi enda með sér samstarf um rannsóknanám sem og rannsókna- og þróunarverkefni er lúta að
rekstri ferðaþjónustu- og fiskeldisfyrirtækja.
Forráðamenn beggja skóla lögðu á það áherslu við undirritun samkomulagsins að Hólum þann 30. ágúst sl. að þessi tenging milli skólanna væri mikilvæguráfangi og opnaði nemendum skólanna nýjar og spennandi námsleiðir.

Share: