Samstarf Íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi og Reykjavík Spa City verkefnisins.

júlí 11, 2003
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Borgarbyggð hefur nú hafið samstarf við verkefnið Heilsuborgin Reykjavík um kynningu á Borgarnesi sem heilsulindarbæ. Verkefnið felst í því að upplýsinga- og fræðsluefni er sent með öllu því upplýsingaefni sem Heilsuborgin Reykjavík sendir frá sér árlega.
Þetta efni er m.a. sent til um 600 fjölmiðla vestan hafs og austan, til um 300 ferðaheildsala í Evrópu og í Bandaríkjunum. Að auki er þessu kynningarefni dreift á ferðasýningum og markaðsfundum heilsulindasamtaka Evrópu sem Reykjavíkurborg er aðili að.
 
Að auki er kynningarefni um Borgarbyggð að finna á heimasíðu Spa City Reykjavik sem tengd er við ýmsar aðrar heimasíður eins og t.d. heimasíðu Flugleiða í Evrópu, heimasíðu Heilsulindasamtaka Evrópu og heimasíðu Ferðamálaráðs Íslands í Bandaríkjunum.
Þá gefst tækifæri á að fá sérfræðiaðstoð frá Heilsuborginni Reykjavík og Heilsulindasamtökum Evrópu um frekari þróun Borgarness sem heilsubæjar.
Nú þegar er búið að prenta kynningarefnið og er það að fara í dreifingu.
Fyrir utan Íþróttamiðstöðina í Borgarnesi standa að þessu verkefni fyrirtæki á sviði heilsutengdrar ferðaþjónustu í Reykjavík.
Í gegnum þetta verkefni mun Borgarbyggð væntanlega fá aðild að Heilsulindasamtökum Evrópu. Afar brýnt er að fleiri erlenda ferðamenn utan hins hefðbundna ferðamannatíma komi á svæðið. Markaðsrannsóknir sýna að flestir þeir erlendu ferðamenn sem heimsækja Ísland yfir vetrarmánuðina koma til Reykjavíkur og dveljast þar en nánast allir þeirra hafa þó áhuga á að fara út fyrir borgarmörkin eða styttri ferðir frá Reykjavík og er þá Borgarfjörðurinn vænlegur kostur.
Sjá heimasíður: www.spacity.is/English/borgarnes og www.icelandtouristboard.com

Share: