Sameiginlegur fundur bæjarstjórna Borgarbyggðar og Akraness og sveitarstjórnar Borgarfjarðarsveitar var haldin föstudaginn 11. apríl s.l. í Reykholti. Á fundinum var samþykkt að Borgarfjarðarsveit fengi aðild að samkomulagi um Akraness og Borgarbyggðar um samstarf og samvinnu þessara sveitarfélaga sem undirritað var á síðast ári. Þá samþykkti fundurinn ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld, Bændasamtök íslands og hagsmunasamtök í landbúnaði að styðja enn frekar við uppbyggingu á Hvanneyri með því að flytja þangað aukna starfsemi.