Glænýtt leikverk í Logalndi

janúar 9, 2012
Ungmennafélag Reykdæla boðar áhugafólk um leikstarf til fundar í Logalandi í kvöld, mánudaginn 9. janúar kl. 20.30. Þröstur Guðbjartsson leikstjóri hefur verið ráðinn til að leikstýra nýju leikverki/revíu eftir Bjartmar Hannesson bónda á Norður- Reykjum en frumsýning er fyrirhuguð nú seinni hluta vetrar.
„Nú þurfum við fólk sem hefur áhuga á öllu sem viðkemur leikstarfi, sama hvort eru leikarar, söngvarar, sviðsmenn, ljósamenn, hljóðmenn, búningafólk eða aðstoð í hvað sem til fellur“ segir í tilkynningu frá félaginu.
 

Share: