Breytingar á gjaldskrá leikskóla og dagforeldra 2016

desember 28, 2015
 
Gjaldskrá leikskóla Borgarbyggðar hækkar 1. janúar 2016 um 3,2% og tekur mið af spá um verðlagsþróun á árinu.
Matargjald hefur verið sameinað í eitt gjald. Bjóða leikskólarnir upp á hollan og fjölbreyttan mat í samræmi við ráðleggingar Embættis landlæknis. Boðið er uppá morgunmat, ávaxtastund fyrir hádegi, hádegismat og síðdegishressingu. Tekið er tillit til þeirra sem eru með styttri vistun með lægra hlutfalli matargjalds.
Dvalartími barna er ákveðin í samráði við leikskólastjóra.
Ef fleiri en eitt barn eru í dvöl í tómstundaheimili, í leikskóla eða hjá dagforeldrum eiga foreldrar rétt á systkinaafslætti fyrir eldra/elsta barnið. Ávallt er greitt fullt verð fyrir yngsta barnið.
Foreldrar sem eiga tvö eða fleiri börn fá 50% afslátt af dvalargjaldi fyrir barn umfram eitt og 75% afslátt af dvalargjaldi fyrir hvert barn umfram tvö. Fullt verð er greitt fyrir fæði.
Tónlistarskóli Borgarbyggðar veitir einnig 25% afslátt af gjaldi annars barns og 50% afslátt af þriðja barni.
Á árinu 2016 munu foreldrar sem eiga börn hjá dagforeldrum greiða dvalargjald samkvæmt gjaldskrá leikskóla til dagforeldra, sjá http://www.borgarbyggd.is/Files/Skra_0073446.pdf
Einstæðir foreldrar og foreldrar sem báðir stunda fullt nám fá 40% afslátt af leikskólagjaldi og gjaldi hjá dagforeldrum eins og verið hefur.
Gjaldskránna má nálgast hér: http://www.borgarbyggd.is/stjornsysla/gjaldskrar/
 

Share: