Um næstu áramót mun félagsþjónusta Borgarbyggðar taka yfir þá þjónustu sem Svæðisskrifstofa fatlaðra á Vesturlandi hefur veitt fötluðu fólki og fjölskyldum þess.
Rétt er að undirstrika að sú þjónusta sem nú er fyrir hendi breytist ekki að öðru leyti en því, að í stað þess að leita til Svæðisskrifstofu snýr fólk sér til félagsþjónustunnar.
Þeir sem hingað til hafa sótt þjónustu bæði til Svæðisskrifstofu og sveitarfélags geta frá áramótum sótt þjónustuna á einn stað sem ætti að verða til einföldunar; færri koma að málum og þjónustan verði þannig markvissari.
Vesturland verður eitt þjónustusvæði en framkvæmd þjónustunnar verður í höndum; Félagsþjónustu Akraness, sem þjónustar einnig Hvalfjarðarsveit; Félagsþjónustu Borgarbyggðar, sem þjónustar einnig Dalabyggð og Skorradal og Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, sem þjónustar allt Snæfellsnes.
Þjónustan er sameiginleg fyrir allt svæðið þannig að íbúar á öll svæðinu njóta sama réttar til þjónustu í t.d. skammtímavistunum í Holti og Gufuskálum, Fjöliðjunni á Akranesi og Borgarnesi og búsetuúrræðum óháð því á hvaða svæði eða í hvaða sveitarfélagi þeir búa.
Þjónustuaðili Borgfirðinga er félagsþjónusta Borgarbyggðar Ráðhúsinu Borgarnesi S: 433 7100, sem veitir fúslega allar frekari upplýsingar
Félagsþjónustan stefnir að því að því að sinna þessu verkefni af alúð og metnaði og treystr á aðhald og leiðbeiningar frá væntanlegum notendum til að svo geti orðið.