Upplestur á prjóna-bókakaffi í Snorrastofu

desember 12, 2013
Sigrún Elíasdóttir verður gestur kvöldsins á prjóna-bókakaffi í bókhlöðu Snorrastofu í kvöld kl. 20.00. Sigrún les úr nýrri bók sinni, „Kallar hann mig, kallar hann þig“. Bókin fjallar um afa Sigrúnar, Jóhannes Arason frá Seljalandi í Gufudalssveit. Einnig verður kynnt bókin „Héraðsskólar Borgfirðinga“ eftir Lýð Björnsson en Snorrastofa gefur bókina út. Allir velkomnir.
 
 

Share: