Þann 1. desember næstkomandi lýkur yfirlitssýningu á munum Páls Guðmundssonar frá Húsafelli í Safnahúsi Borgarfjarðar í Borgarnesi. Af því tilefni halda vinir Páls menningarvöku í Safnahúsinu kl 20:30 sama dag. Þar verður m.a. frumflutt lag Hilmars Arnar Hilmarssonar við ljóð Guðmundar Böðvarssonar Rauði steinninn og verður það leikið á steinhörpur Páls. Snorri á Fossum, Steindór Andersen, Gunnar Kvaran, Frank, hljómsveitin Sigurrós og fleiri valinkunnir vinir Páls munu heiðra samkomuna með nærveru sinni og sýna lipra takta á steinhörpuna hans.