Húsaleigubætur – endurnýjun umsókna

janúar 6, 2014
Sækja þarf um húsaleigubætur fyrir hvert almanaksár og gildir umsóknin til ársloka.Umsókn um húsaleigubætur skal hafa borist sveitarfélagi eigi síðar en 16. dag fyrsta greiðslumánaðar.
Umsókn þarf að fylgja:
Þinglýstur húsaleigusamningur til a.m.k. sex mánaða.
Staðfest ljósrit af skattframtölum þeirra sem búa í íbúðinni.
Launaseðlar þeirra sem búa í íbúðinni.

Hafi fylgigögnum verið skilað áður hafið þá samband við starfsmann; kristjangisla@borgarbyggd.is
s: 4337100.
Umsóknum skal skilað í Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, en einnig er hægt að sækja um á heimasíðu sveitarfélagsins www.borgarbyggd.is
 
 

Share: