Endurnýjun lagna og gerð gangstétta við Sólbakka í Borgarnesi

nóvember 28, 2008
Unnið er að endurnýjun hitaveitulagna og gerð gangstétta í iðnaðarhverfinu við Sólbakka í Borgarnesi. Að þessu sinni verða eingöngu settar gangstéttar öðru megin við götuna.
Verkið var sameiginlegt útboðsverk Borgarbyggðar og Orkuveitu Reykjavíkur. Borgarverk annast verkið.
 

Share: