Föstudaginn 29. nóvember nk. stendur Tónlistarskóli Borgarfjarðar fyrir tónleikum í Reykholtskirkju kl. 20.00 og fær skólinn Freyjukórinn og Samkór Mýramanna til liðs við sig. Þar verður óperutónskáldanna Verdis og Wagners minnst, en á þessu ári eru 200 ár frá fæðingu þeirra. Flutt verða þekkt lög eftir þessa snillinga; einsöngur, kórsöngur, einleikur og samleikur.
Á tónleikunum koma kennarar Tónlistarskólans fram, söngfólk úr héraði og kórarnir tveir. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og allir velkomnir.