Ný félagsmiðstöð fyrir unglinga á Varmalandi

nóvember 28, 2006
Miðvikudaginn 29. nóvember kl. 15.00 verður vígð ný félagsmiðstöð fyrir unglinga í Þinghamri á Varmalandi við hátíðlega athöfn.
 
Allir eru hjartanlega velkomnir í anddyri Þinghamars þegar formleg vígsla á aðstöðunni fer fram.
Ávarp flytur Björn Bjarki Þorsteinsson formaður tómstundanefndar Borgarbyggðar.
Góðir gestir koma með gjafir og afhenda stjórn nemendafélagsins.
 
Opnun félagsmiðstöðvarinnar er liður í því að bæta félagsaðstöðu unglinga á starfssvæði Varmalandsskóla og tengja saman skólastarf, íþróttaæfingar og annað tómstundastarf. Einnig ætti tilkoma félagsmiðstöðvar að efla enn frekar starf nemendafélags Varmalandsskóla. Nemendur í 6 til og með 10 bekk geta nýtt sér félagsmiðstöðina sem verður opin mán- fim frá kl. 15.00 – 17.00
Þá verður kvöldopnun í Gauknum félagsaðstöðu á Bifröst fléttuð inn í þessa starfsemi eitt kvöld í viku fyrir unglinga til að byrja með.

Share: