Ungmennaráð Borgarbyggðar

nóvember 25, 2008
Nýstofnað Ungmennaráð Borgarbyggðar fundaði í fyrsta sinn, föstudaginn 21. nóvember, í Ráðhúsi Borgarbyggðar.
Nýkjörinn formaður þess er Skúli Guðmundsson.
 
Árið 2007 tóku gildi ný æskulýðslög á Íslandi. Æskulýðslögunum er ætlað að styðja börn og ungmenni til þátttöku í æskulýðsstarfi. Í lögunum segir m.a.
,,Með æskulýðsstarfi er átt við skipulagða félags- og tómstundastarfsemi þar sem börn og ungmenni starfa saman í frístundum sínum að hugsjónum, markmiðum og áhugamálum sem þau sjálf meta að verðleikum. Í skipulögðu æskulýðsstarfi skal hafa í huga félags-, forvarna-, uppeldis og menntunarlegt gildi þess sem miðar að því að auka mannkosti og lýðræðisvitund þátttakenda. Í öllu starfi með börnum og ungmennum skal velferð þeirra höfð að leiðarljósi og þau hvött til frumkvæðis og virkrar þátttöku. Lögin miðast við æskulýðsstarf fyrir börn og ungmenni, einkum á aldrinum 6-25 ára”.

Skipunartími ráðsins er eitt ár í senn, en fulltrúar eru skipaðir í september ár hvert. Íþrótta og æskulýðsfulltrúi er tengiliður sveitarfélagsins við ungmennaráðið. Hann starfar með ráðinu og er því til aðstoðar.
 
 
Mynd: Indriði Jósafatsson.
 

Share: