„Hátíð fer að höndum ein“

nóvember 23, 2010
Kammerkór Reykjavíkur verður með tónleika í Reykholtskirkju sunnudaginn 28. nóvember 2010 kl. 17.00. Stjórnandi er Sigurður Bragason, orgelleikari Bjarni Þ. Jónatansson. Einsöngvarar koma úr röðum kórfélaga. Á efnisskránni er íslensk og erlend kirkjutónlist sem að stórum hluta tengist jólum og aðventu.
 
Frumflutt verður verkið “Barnabænir” eftir Oliver Kentish og lagið “Jólanótt” eftir stjórnanda kórsins við ljóð Þorsteins Valdimarssonar, einnig eru verk eftir Jón Ásgeirsson, Þorkel Sigurbjörnsson, Atla Heimi Sveinsson, Hafliða Hallgrímsson og flutt verður Missa Brevis eftir Jacob de Haan..
Kammerkór Reykjavíkur hefur verið starfandi síðan árið 2002. Kórinn hefur haldið tónleika í Reykjavík og víða um land. Kórinn hefur einnig haldið tónleika í Kaupmannahöfn. Kammerkórinn hefur einnig skipulagt tvenna styrktartónleika. Voru þeir síðari haldnir í samvinnu við Ungmennafélag Íslands. Skipulagðir voru fimm tónleikar á landsbyggðinni og lokatónleikar voru svo haldnir í Hallgrímskirkju í Reykjavík. Alls tóku um 1200 manns þátt í þessu verkefni. Kórinn hefur starfað nánast samfleytt síðan 2002. Stjórnandi er Sigurður Bragason.

Share: