Rósa Marinósdóttir sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu

janúar 6, 2026
Featured image for “Rósa Marinósdóttir sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu”

Rósa Marinósdóttir hjúkrunarfræðingur var sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á nýársdag. Hún hlaut þessa virðingarverðu viðurkenninguna fyrir óeigingjarnt sjálfboðastarf í þágu íþróttaiðkunar ungs fólks um allt land og mikilvægt framlag til samfélagsmála í heimabyggð. Rósa hefur starfað sem sjálfboðaliði undir merkjum Ungmennafélagsins Íslendings og Ungmennasambands Borgarfjarðar (UMSB) frá árinu 1980.

Framlag Rósu til félags- og íþróttastarfs í áratugi er ómetanlegt. Viðurkenningin sem Rósu hefur nú hlotnast undirstrikar mikilvægi sjálfboðaliða fyrir starfsemi íþróttahreyfingarinnar og til samfélagsins í heild. Slík starfsemi er ekki möguleg án einstaklinga sem leggja af mörkum tíma sinn og krafta af heilum hug.

Borgarbyggð óskar Rósu Marinósdóttur innilega til hamingju með heiðursmerkið og þakkar sömuleiðis fyrir allt hennar framlag í gegnum árin.


Share: