Ný umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd

nóvember 18, 2013
Á sveitarstjórnarfundi þann 14. nóvember síðastliðinn kaus sveitarstjórn Borgarbyggðar í nýja Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd en skv. nýrri samþykkt um stjórn Borgarbyggðar verður breyting á nefndum. Tómstundanefnd, umhverfis- og skipulagsnefnd, landbúnaðarnefnd og Borgarfjarðarstofa hætta störfum og verkefni þeirra flytjast í aðrar nefndir.
Í nýrri umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd sitja:
Aðalmenn:
Ingibjörg Daníelsdóttir formaður
Sigurður Guðmundsson varaformaður
Jónína Erna Arnardóttir
Kolbeinn Magnússon
Þór Þorsteinsson
Varamenn:
Friðrik Aspelund
Heiða Dís Fjeldsted
Haraldur Már Stefánsson
Sigríður G. Bjarnadóttir
María Júlía Jónsdóttir
 
Ekki verða breytingar á skipan annarra nefnda.
Þá var einnig samþykkt breyting á skipan byggðarráðs frá og með 01. janúar 2014 en þá tekur Jóhannes F. Stefánsson sæti Geirlaugar Jóhannsdóttur í byggðarráði en Geirlaug verður varamaður í ráðinu.
 
 

Share: