
Frístundastyrkurinn er 40.000 krónur á ári fyrir börn og ungmenni á aldrinum 6-18 ára og 14.000 krónur á ári fyrir börn á aldrinum 0-5 ára sem hafa lögheimili í Borgarbyggð. Styrkupphæðin ákvarðast við gerð fjárhagsáætlunar og gildir frá 1.janúar til og með 31.desember ár hvert.
Styrkinn er svo hægt að nýta til að lækka gjöld í skipulögðu íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi sem stundað er reglulega.
Nú þegar líður að áramótum eru forráðamenn barna og unglinga í Borgarbyggð hvattir til að nýta frístundastyrkinn fyrir árið 2025 áður en árið klárast.
Athugið að ónýttir styrkir flytjast ekki milli ára.
Nánari upplýsingar má finna hér