Munum endurskinsmerkin

desember 10, 2025
Featured image for “Munum endurskinsmerkin”

Yfir dimmustu daga ársins er mikilvægt að minna á notkun endurskinsmerkja hjá gangandi og hjólandi vegfarendum.
Borgarbyggð gaf öllum leikskólum sveitarfélagsins endurskinsmerki í byrjun skólaárs en viljum við nú koma endurskinsmerkjum á sem flesta, en upp hefur komið sú umræða að fjölga þurfi endurskinsmerkjum á vegfarendur.

Í myrkri sjást óvarðir vegfarendur illa, jafnvel þar sem bæði götu- og ökulýsing er til staðar. Endurskinsmerki skipta því öllu máli – staðreyndin er sú að ökumenn sjá vegfarendur með endurskin allt að fimm sinnum fyrr, sem getur munað öllu.

Allir ættu að nota endurskinsmerki, bæði börn og fullorðnir. Börn sjást verr og geta tekið hvatvísar ákvarðanir, og því skiptir máli að foreldrar sýni gott fordæmi.

Endurskinsmerkin má nálgast í ráðhús Borgarbyggðar, að Digranesgötu 2.

Endurskinsmerki þurfa að vera sýnileg. Best er að staðsetja þau:

  • hangandi meðfram hliðum

  • á skóm eða neðarlega á buxnaskálmum

  • fremst á ermum

Sýnum ábyrgð og notum endurskinsmerki – það eykur öryggi okkar allra.


Share: