

Sveitarfélagið Borgarbyggð vill vekja athygli þeirra sem standa að hátíðum og viðburðarhaldi í Borgarbyggð að hægt er að sækja um samstarfsamning til sveitarfélagsins.
Mikilvægt er að umsækjendur kynni sé vel reglur um úthlutun áður en sótt er um og hvaða skilyrði hátíðirnar þurfa að uppfylla til að eiga kost á slíkum samningi.
Reglur um úthlutun má finna hér: Reglur um samstarfssamninga til hátíðarhalda
Sótt er um rafrænt í gegnum þjónustugáttina
Umsóknarfrestur er til og með 8. janúar 2026.
Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður menningarmála, Þórunn Kjartansdóttir / thorunn.kjartansdottir@borgarbyggd.is