Vegna niðurskurðar verða ekki settar upp jólaskreytingar á vegum sveitarfélagsins í ár. Jólatréð á Kveldúlfsvellinum verður þó á sínum stað og samkvæmt áralangri hefð verða ljós þess tendruð í upphafi aðventu. Sunnudaginn 27. nóvember kl. 17.00 verður kveikt á trénu við hátíðlega athöfn á Kveldúlfsvelli. Grunur leikur á að þá komi jafnveljólasveinarnir í heimsókn með eitthvað gott í poka handa börnunum.
Mynd: Björg Gunnarsdóttir