Baráttudagur gegn einelti

nóvember 8, 2012

Þjóðarsáttmáli um baráttu gegn einelti

Í dag, 8. nóvember, er í annað sinn haldinn sérstakur baráttudagur gegn einelti hér á landi. Slíkur baráttudagur var fyrst haldinn árið 2011 að frumkvæði verkefnastjórnar um aðgerðir gegn einelti. Markmiðið með deginum er að vekja sérstaka athygli á málefninu þar sem þjóðin er hvött til að standa saman gegn einelti í samfélaginu, ekki síst í skólum og á vinnustöðum. Allir eru hvattir til að leggja sitt af mörkum til að einelti fái ekki þrifist í samfélaginu og skólar, samtök og vinnustaðir eru hvattir til að beina sjónum að jákvæðum samskiptum, jákvæðum skólabrag og starfsanda. Í tengslum við daginn eru allir hvattir til að skrifa undir þjóðarsátt gegn einelti og er það aðgengilegt á vefsíðunni www.gegneinelti.is
 
 

Share: