Fjárréttir í Borgarbyggð 2025

september 9, 2025
Featured image for “Fjárréttir í Borgarbyggð 2025”

Réttir haustsins í Borgarbyggð – Tímasetningar  

Haustið er komið og með því hefðbundnar fjárréttir víðsvegar um Borgarbyggð. Réttirnar eru ekki aðeins mikilvægur þáttur í búskap heldur einnig menningarlegur viðburður þar sem fólk kemur saman, rifjar upp gömul kynni og nýtur samveru. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir helstu réttir í sveitarfélaginu í september og október: 

Réttir í Borgarbyggð 2025 

  • Oddstaðarétt í Lundareykjadal – 3. september kl. 10 

Seinni rétt – 5. október kl. 10 

  • Nesmelsrétt í Hvítársíðu – 6. september um miðjan dag 
  • Kaldárbakkarétt í Kolbeinsstaðahreppi – 7. september kl. 11 
  • Fljótstungurétt á Hvítársíðu– 14. september kl. 8 
  • Brekkurétt í Norðurárdal – 14. september kl. 10 

Önnur rétt – 28. september kl. 10 

  • Þverárrétt í Þverárhlíð – 15. september kl. 8 

Önnur rétt – 21. september kl. 17 

  • Svignaskarðsrétt – 15. september kl. 10 

Önnur rétt – 29. september kl. 10 

  • Hítardalsrétt í Hítardal – 15. september kl. 10 

Önnur rétt – 28. september kl. 16 

Þriðja rétt – 6. október kl. 11 

  • Grímsstaðarétt á Mýrum – 16. september kl. 10 

Önnur rétt – 29. september kl. 14 

Þriðja rétt – 6. október kl. 14 

  • Rauðsgilsrétt– 21. september kl. 10 

Seinni rétt – 5. október kl. 14 

  • Mýrdalsrétt í Hnappadal – 21. september kl. 16 

Önnur rétt – 12. október kl. 16 


Share: