

Vegna fyrirhugaðra veituframkvæmda verður Þórðargata frá Borgarbraut lokuð tímabundið á meðan á framkvæmdum stendur.
Hjáleið að Þórðargötu verður um Kveldúlfsgötu.
Bráðabirgðagönguleið verður frá Þórðargötu að Borgarbraut, milli Þórðargötu 10 og 12, og áfram að göngustíg, eins og sýnt er á meðfylgjandi teikningu.
Hámarkshraði á Borgarbraut við vinnusvæðið verður lækkaður í 30 km/klst.
Ábendingar eða fyrirspurnir varðandi öryggismál á framkvæmdatíma má senda á netfangið: orri.jons@efla.is
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og þökkum fyrir skilninginn.