Malbikun í Borgarbyggð 7-11 júlí

júní 27, 2025
Featured image for “Malbikun í Borgarbyggð 7-11 júlí”

Vegna fyrirhugaðra malbikunarframkvæmda munu nokkur svæði í Borgarvík og á Hvanneyri loka tímabundið fyrir umferð dagana 7.–11. júlí 2025.

Malbikun mun eiga sér stað í Borgarvík, hluta af Sólbakka, frá Rarik að JGR og Túngata 23–27, Hvanneyri.
Framkvæmdir byrja í Borgarvík og í framhaldi af því er gert ráð fyrir að malbika á Sólbakka þann 9. júlí, að lokum verður malbikað á Hvanneyri 10. eða 11 júlí. Athugið að dagskrá þessi gæti breyst.

Vegna þessara framkvæmda hvetjum við íbúa til að leggja bílum sínum annars staðar meðan á malbikun stendur og sýna þolinmæði og skilning gagnvart þeim óþægindum sem kunna að skapast á meðan vinna fer fram.

Rétt er að benda á að vinnan er háð veðurfari og getur dagskrá breyst með litlum fyrirvara.

Við biðjumst velvirðingar á þeim truflunum sem þetta kann að valda og þökkum fyrir góða samvinnu.


Borgarvík


Sólbakki

 

Túngata 23–27, Hvanneyri


Share: