Sigríður Ásta Olgeirsdóttir er Listamanneskja Borgarbyggðar 2025

júní 18, 2025
Featured image for “Sigríður Ásta Olgeirsdóttir er Listamanneskja Borgarbyggðar 2025”
Árlega er viðurkenning veitt fyrir listamanneskju Borgarbyggðar á 17. júní.
Listamanneskjan sem sveitarstjórn tilnefndi að þessu sinni er Sigríður Ásta Olgeirsdóttir, ung Borgfirsk sviðlistakona er fædd þann 15. apríl árið 1994 og steig sín fyrstu skref í inn á listabrautina 4ra ára gömul þegar hún hóf nám í Tónlistarkóla Borgarfjarðar þar sem hún lærði á píanó, fiðlu og söng. Eftir það tók við framhaldsnám við Söngskólann í Reykjavíkur, en þaðan lauk hún 8. stigi í söng og 7. stigi á píanó. Þá lá leiðin til Vínarborgar í tónlistarháskóla og eftir það í Copenhagen Internation School of Performing Art, þaðan sem hún lauk BA- prófi árið 2020 en samhliða því námi lagði hún áfram stund á einkanám í söng.

Sigríður hefur verið sjálfstætt starfandi í sviðlistum óslitið frá 2020 og fjölda verkefni sem hún hefur komið að með einum eða öðrum hætti. Síðastliðið leikhár hefur hún meðal annars nefna Konukroppar, en frumsýnt var í Sundlauginni í Brautartungu, þar var Sigríður danshöfundur og flytjandi í verkefninu. Hún lék í verkinu Með vindinum liggur leiðin heim í
uppsetningu Handbendis, leikstýrði óperunum Gleðilegi geðrofsleikurinn og Varstu búinn að vera að reyna að ná í mig? eftir Guðmund Stein Gunnarsson, lék í söngleiknum Við erum hér í leikstjórn Agnesar Wild í Tjarnarbíói, stóð fyrir tónleikunum Melankólía milli jóla og nýárs ásamt systur sinni, Hönnu Ágústu, í Borgarkirkju á Mýrum, tók við hlutverki Karíusar í sýningunni Karíus og Baktus í Hörpu, lék aðalhlutverk í stuttmyndinni Óáran eftir Álfheiði Richter, söng tónleika á tónlistarhátíðinni Bjartir mússíkdagar í Borgarnesi ásamt Pétri Erni Svavarssyni að ógleymdu því að vera framleiðandi, höfundur og leika titilhlutverkið í sýningunni DIETRICH í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll.

Fyrir störf sín á þessu á leikárinu 2024-2025 var Sigríður tilnefnd til Hvatningarverðlauna Grímunnar 2025.
Auk þessa kennir Sigríður við Söngskólann í Reykjavík og situr í stjórn bæði í Sviðlistasambandi Íslands og Sjálfstæðu Leikhópana.

Við óskum Sigríði Ástu Olgeirsdóttir innilega til hamingju með titilinn listamanneskja Borgarbyggðar 2025.


Sigríður Ásta Olgeirsdóttir og Guðveig Lind Eyglóardóttir, Forseti sveitarstjórnar


Share: