Alþjóðadagur leiks

júní 11, 2025
Featured image for “Alþjóðadagur leiks”

Í dag er alþjóðadagur leiks (e. international day of play) haldinn hátíðlegur um allan heim. Dagurinn var fyrst haldinn árið 2024 og er honum ætlað að vekja athygli á rétti barna til leiks og því mikilvæga hlutverki sem leikur spilar í andlegum og líkamlegum þroska og vellíðan barna.

 Í 31.grein Barnasáttmálans segir:

1. Aðildarríki viðurkenna rétt barns til hvíldar og tómstunda, til að stunda leiki og skemmtanir sem hæfa aldri þess, og til frjálsrar þátttöku í menningarlífi og listum.

2. Aðildarríki skulu virða og efla rétt barns til að taka fullan þátt í menningar- og listalífi, og skulu stuðla að því að viðeigandi og jöfn tækifæri séu veitt til að stunda menningarlíf, listir og tómstundaiðju.

Í niðurstöðum rannsóknar á stöðu barna í efnameiri ríkjum heims, sem framkvæmd var af rannsóknarmiðstöð UNICEF Innocenti og kom út í maí á þessu ári, segja ungmenni á Íslandi að tengls þeirra við fjölskyldu séu mikilvægustu tengslin í þeirra lífi á sama tíma og rúmlega fjórða hvert ungmenni segist tala við foreldra sína sjaldnar en einu sinni í viku. Leikur er frábær leið til þess að styrkja samband foreldra og barna, leikurinn er líklegur til þess að skapa traust og styðja við vellíðan barna.

Borgarbyggð hvetur alla foreldra til þess að gera sér glaðan dag, búa til pláss fyrir og leika við börnin.

Nokkrar hugmyndir að leik:

Leikgleði – 50 leikir: Miðja máls- og læsis

Leikjavefurinn er uppfullur af góðum hugmyndum


Share: