Opinn dagur í Brákarhlíð

nóvember 1, 2013
Á morgun, laugardaginn 2. nóvember frá klukkan 15 til 17 ætla stjórnendur, starfsfólk og íbúar á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Brákarhlíð í Borgarnesi að bjóða gestum að skoða heimilið. Þar hefur eins og kunnugt er verið byggð og tekin í notkun ný hjúkrunarálma og framkvæmdir hafnar við endurbyggingu og verulegar endurbætur á eldra rými hússins. Þá verður til sýnis og sölu munir í handavinnustofu íbúa Brákarhlíðar. Vöfflukaffi verður selt gegn vægu gjaldi en ágóðinn af sölunni rennur í ferðasjóð heimilisfólks í Brákarhlíð.
 

Share: