Menningarráð Vesturlands – viðtalstímar menningarfulltrúa

október 30, 2012
Menningarráð Vesturlands hefur auglýst menningarstyrki sem veittir verða árið 2013. Um er að ræða viðburðarstyrki og stofn- og rekstrarstyrki. Elísabet Haraldsdóttir menningarfulltrúi verður til viðtals í ráðhúsi Borgarbyggðar miðvikudaginn 31. október kl. 12.00 – 14.00. Hún mun veita aðstoð við gerð umsókna en umsóknarfrestur rennur út þann 18. nóvember næstkomandi en það er heldur fyrr en vant er. Nánari upplýsingar, úthlutunarreglur og umsóknarform er að finna á heimasíðu Menningarráðs Vesturlands www.menningarviti.is
 

Share: