Opinn fræðslufundur um skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu

maí 8, 2025
Featured image for “Opinn fræðslufundur um skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu”

Fimmtudaginn 15. maí kl. 20 standa Rotarý Borgarness, Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs og Borgarbyggð fyrir opnum fræðslufundi um jarðskjálftavirkni í Ljósufjöllum og nágrenni. Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur mun flytja fræðsluerindi og í framhaldinu svara spurningum gesta. Fundurinn fer fram í Hjálmakletti og er opinn öllum.

Rótarý Borgarnes,  Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs og Borgarbyggð hvetja alla þá sem áhuga hafa um að mæta, hlýða á fróðlegt erindi og taka þátt í fundinum.


Share: