Opinn dagur í Grunnskólanum í Borgarnesi, Miðvikudaginn 14. maí

maí 7, 2025
Featured image for “Opinn dagur í Grunnskólanum í Borgarnesi, Miðvikudaginn 14. maí”

Á Miðvikudaginn (14.maí) mun Grunnskólinn í Borgarnesi standa fyrir opnum degi frá kl.10:00 til 13:00. Öllum foreldrum og öðrum velunnurum skólans er boðið í heimsókn til að skoða skólann og kynna sér starfið.
9. Bekkur verður svo með kaffihús þar sem kaupa má ljúffengar veitingar, en allur ágóði rennur í ferðasjóð þeirra.

Allir velkomnir!


Share: