
Félagsráðgjafi starfar í félagsþjónustu á fjölskyldusviði Borgarbyggðar. Næsti yfirmaður er félagsmálastjóri. Félagsráðgjafi ber ábyrgð á að greina og meta þjónustuþörf, og veita ráðgjöf og meðferð til einstaklinga og fjölskyldna. Einnig er aðkoma að stefnumótun innan málaflokksins og þverfagleg teymisvinna innan sviðsins og með öðrum þjónustustofnunum.
Áhugasamir einstaklingar af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um. Launakjör eru samkvæmt gildandi samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Umsóknarfrestur er til og með 19.05.2025.
Óskað er eftir að viðkomandi geti hafið störf sem allra fyrst.
Allar upplýsingar má finna hér á vefsíðu Alfreðs.