Húsafriðun

október 27, 2008
Fyrir skemmstu var opnuð ný heimasíða Húsfriðunarnefndar.
Þar er að finna ýmsar upplýsingar er varða byggingararf þjóðarinnar, þ.á.m. skrá yfir öll friðuð hús á landinu. Hér má nálgast upplýsingar um friðuð hús á Vesturlandi. Öll hús sem eru reist fyrir 1850, eru friðuð og allar kirkjur sem reistar eru 1918 eða fyrr. Leita þarf álits húsafriðunarnefndar í hvert sinn sem breyta á húsi, flytja það eða rífa sé það reist 1918 eða fyrr. Sjá hér lög um húsafriðun.
Meðfylgjandi mynd sýnir skemmuna á Hvanneyri, en hún var reist árið 1896. Mynd: Guðrún Jónsdóttir.

Share: