Korta- og þjónustukerfi fyrir Borgarbyggð

október 22, 2008
Fyrir nokkru gerði Borgarbyggð samning við Snertil um InfraPath landupplýsingakerfið. Þetta er korta- og þjónustukerfi sem veitir t.d. íbúum, hönnuðum og ferðamönnum margvíslegar upplýsingar úr korta- og teikninga-og gagnagrunni sveitarfélagsins sem leyfilegt er að birta á vefnum. Þetta kerfi er í notkun hjá 17 sveitarfélögum hér á landi. Forritið er auðvelt í notkun og hægt er að velja á milli sex tungumála. Nú er búið að setja inn í kerfið um 90% gagna sem samið var um að yrði boðið upp á hjá Borgarbyggð. Kerfið verður aðgengilegt hér á heimsíðunni eftir rétt um mánuð og má þá nálgast beint af vefnum upplýsingar úr eftirfarandi yfirflokkum: íbúar, fasteignir, teikningar, skipulag, götur, veitur, þjónusta og stafræn kort.
 

Share: