Auglýsing um deiliskipulagstillögu ásamt umhverfisskýrslu vegna Litla-Hrauns, Borgarbyggð
Borgarbyggð auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi fyrir hluta jarðarinnar Litla-Hrauns í Borgarbyggð sbr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og umhverfisskýrslu sbr. 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
Tilefni deiliskipulagsgerðar eru áform um uppbyggingu á jörðinni Litla-Hrauni sem er gamalt lögbýli en verið hefur í eyði.
Gert er ráð fyrir að endurnýja gamla húsakostinn á Litla-Hrauni og afmarka að auki tvær lóðir fyrir frístundahús, aðra við gamla býlið en hina nokkuð sunnar.
Engin fomleg vegtenging er að býlinu nema yfir sjávarströnd þar sem gæta þarf sjávarfalla, en aðkoma að öðru leyti er frá þjóðvegi 54 um afleggjara að Stóra-Hauni sem er næsta jörð vestan við Litla-Hraun. Gert er ráð fyrir uppbyggingu vegar sem mun tengja saman nýju lóðirnar.
Í aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 – 2022 er jörðin skilgreind sem landbúnaðarsvæði auk þess að hluta til sem hverfisverndarsvæði vegna Eldborgarhrauns en stór hluti eldhraunsins er innan marka jarðarinnar Litla-Hauns. Hraunið fellur undir flokkinn „Hverfisvernd, nútímahraun“, skv. aðalskipulaginu og verða byggingarreitir lóða ekki staðsettir innan þess svæðis í fyrirhuguðu deiliskipulagi. Skv. aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 er heimilt að byggja allt að 4 frístundahús á lögbýlum sem eru stærri en 100 ha, en stærð jarðarinnar Litla Hrauns er 833 ha skv. Þjóðskrá. Ekkert deiliskipulag er fyrir á þessu svæði.
Á fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar þann 12. maí 2014 var deiliskipulagið ásamt umhverfisskýrslu samþykkt til auglýsingar í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010.
Tillagan ásamt umhverfisskýrslu verður til sýnis í Ráðhúsi Borgarbyggðar Borgarbraut 14, Borgarnesi og á vef sveitarfélagsins www.borgarbyggd.is frá 22. október til og með 2. desember 2014. Sjá deiliskipulag hér og umhverfisskýrslu hér.
Athugasemdum skal skila skriflega í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi, eigi síðar en 2. desember 2014.