
Kæru íbúar,
Gatnaframkvæmdir við Vallarás eru í fullum gangi. Nú er unnið við brunna, og af þeim sökum er umferðarlokun enn í gildi á meðan framkvæmdir standa yfir. Gert er ráð fyrir að verkið taki um sex vikur til viðbótar.
Við biðjum íbúa velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og þökkum fyrir þolinmæðina. Sömuleiðis biðjum við íbúa og vegfarendur um að sýna aðgát, fylgja merkingum á svæðinu og nýta aðrar leiðir á meðan framkvæmdum stendur.
Framkvæmdaraðilar verkefnisins eru Veitur, RARIK og Borgarbyggð. Fyrirspurnum varðandi verkið má beina til Bjarna Benedikts Gunnarssonar hjá Verkís í gegnum netfangið bbg@verkis.is.