Stóri Plokkdagurinn 2025

mars 12, 2025
Featured image for “Stóri Plokkdagurinn 2025”

Stóri Plokkdagurinn verður haldinn hátíðlegur sunnudaginn 27. apríl næstkomandi um allt land. Þetta er árlegur viðburður þar sem einstaklingar, hópar, félagasamtök og sveitarfélög taka höndum saman í þágu umhverfisins með því að plokka rusl í sínu nærumhverfi.

Það er Rótarýhreyfingin á Íslandi sem skipuleggur daginn með dyggri aðstoð góðra bakhjarla. Markmiðið er að hvetja sem flesta til að taka þátt í hreinsunarátaki og stuðla að fegurra og hreinna umhverfi. Allir sem vilja geta tekið þátt á Stóra Plokkdaginn eða skipulagt hreinsunarverkefni á svipuðum tíma.

Tökum höndum saman og gerum umhverfið okkar hreinna og fallegra á Stóra Plokkdaginn!

Gámastöðin í Borgarnesi er staðsett á Sólbakka 12
Opnunartímar eru:
Mánudaga – föstudaga: 14:00 – 18:00
Laugardaga: 10:00 – 14:00
Sunnudaga: 14:00 – 18:00

Nánari upplýsingar má finna á Plokk.is


Share: