
Borgarbyggð vinnur nú að gerð lýðheilsustefnu fyrir sveitarfélagið. Fyrsta stoðin í þeirri vegferð er ný stefna í íþróttum og hreyfingu og er henni ætlað að verða leiðarljós til góðra verka á sviði íþrótta og lýðheilsu.
Guðmunda Ólafsdóttir hefur verið ráðin til þess að halda utan um stefnumótunarvinnuna. Guðmunda situr í varastjórn UMFÍ og hefur starfað innan íþróttahreyfingarinnar bæði sem sjálfboðaliði og launaður starfsmaður frá 1999 hjá nokkrum félögum. Hún hefur lokið MBA-námi frá Háskóla Íslands þar sem lokaverkefni hennar var stefnumótun KR í heild fyrir árin 2019–2024.
Að þessu tilefni boðar Borgarbyggð til opinna samráðsfunda um íþróttamál og hreyfingu þar sem allir íbúar eru hvattir til að taka þátt. Við viljum heyra hugmyndir þínar og skoðanir!
Verkefni íþróttafélaga
📍 Staður: Hótel Vesturland
🗓️ Dagsetning: Mánudagur 10. mars
🕗 Tími: kl. 19:00 – 21:00 (til 22:00 ef þörf þykir)
Fundur fyrir þá sem starfa innan íþróttafélaga um mikilvægustu viðfangsefni íþróttamála í Borgarbyggð. Boðið verður upp á veitingar á fundinum.
Hægt verður að tengjast fundinum í gegnum Teams.
Vinsamlegast skráið mætingu hér
Opinn íbúafundur
📍 Staður: Hótel Vesturland
🗓️ Dagsetning: Fimmtudagur 13. mars
🕗 Tími: kl. 19:00 -21:00 (til 22:00 ef þörf þykir)
Allir íbúar sveitarfélagsins eru hjartanlega velkomnir á opin íbúafund þar þeir geta komið sínum sjónarmiðum á framfæri. Boðið verður upp á veitingar á fundinum.
Hægt verður að tengjast fundinum í gegnum Teams.
Vinsamlegast skráið mætingu hér
Við vonumst til að sjá sem flest og hlökkum til að heyra ykkar skoðanir!