Mánudaginn 23. október hefst meðgöngusund í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Um er að ræða styrkjandi og liðkandi æfingar fyrir konur á meðgöngu. Sundið verður í innisundlauginni og hefst kl. 20.15 á mánudagskvöld, en verður svo einnig á fimmtudögum kl. 16.15 á sama stað. Leiðbeinandi er Helga Ágústsdóttir sjúkraþjálfari.