
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 16. maí 2007 reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka skv. 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.
Félög og félagasamtök geta nú sótt um styrk til greiðslu fasteignaskatts fyrir árið 2025. Umsóknarfrestur er til 1. maí 2025 og skal umsóknum skilað í gegnum „mínar síður“ á heimasíðu Borgarbyggðar eða til fjármálastjóra.
Einnig er hægt að skila umsókn á umsóknareyðublöðum, en eyðublöðin má nálgast í þjónustuveri Ráðhúss Borgarbyggðar að Digranesgötu 2 í Borgarnesi
Reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka eru á heimasíðu Borgarbyggðar.