Þemadagar Grunnskóla Borgarfjarðar

febrúar 17, 2025
Featured image for “Þemadagar Grunnskóla Borgarfjarðar”

Þemadagar Grunnskóla Borgarfjarðar voru haldnir í janúar en áhersla var lögð á þá þætti sem verkefnið, Framtíðarfólk, byggir á, þ.e. heilbrigði bæði umhverfisins og okkar sem einstaklinga. Upp voru settar vinnustöðvar þar sem nemendur gátu valið að vinna með umhverfismál, lýðheilsu eða hópefli. Nemendur unnu svo í aldursblönduðum hópum að ýmsum verkefnum sem voru kynnt á opnu húsi í lok þemadaga. Afraksturinn var margvíslegur, t.d. handbók með hópeflisleikjum, leiðbeiningar fyrir slökun, þrekæfingar og teygjur, líkan af nýju byggingu skólans, vinaverkefni þar sem nemendur yngri bekkja eignast félaga úr eldri bekkjum, leiðbeiningar um ruslaflokkun og svo lengi mætti telja. Dagarnir heppnuðust mjög vel, nemendur unnu einstaklega vel saman og gaman var að sjá tengslin eflast á milli nemenda óháð aldri. Þemadagar sem þessir eru mjög mikilvægir, bæði til að brjóta upp hefðbundna kennslu, en einnig til að þjálfa nemendur í samvinnu.

                                                                                       


Share: