Aðaltvímenningur Briddsfélags Borgarfjarðar

október 19, 2009
Undanfarin mánudagskvöld hafa félagar í Briddsfélagi Borgarfjarðar spilað eins kvölds keppnir. Mánudaginn 26. október hefst hins vegar aðaltvímenningur félagsins og stendur hann yfir í 6-7 kvöld. Allir eru velkomnir að taka þátt en æskilegt er að láta Jón Eyjólfsson eða Ingimund Jónsson vita um þátttöku og upplagt að gera það í kvöld. Spilað er í Logalandi og hefst spilamennskan ætíð klukkan 20 stundvíslega.
 

Share: